

Þjónustuver - sumarstörf
Icelandair leitar að góðum liðsfélögum í þjónustuver yfir sumartímann með mögulegu áframhaldi á starfi yfir veturinn. Um er að ræða störf í dag- og vaktavinnu.
Í þjónustuveri starfar öflugur, fjölbreyttur og samheldinn hópur að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu í síbreytilegum heimi flugs og ferðalaga.
Fjölhæfir starfskraftar sem búa yfir frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfni myndu passa vel inn í teymið.
Ábyrgðarsvið:
- Sala og þjónusta í síma, tölvupósti, netspjalli og á samfélagsmiðlum.
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf vegna ferðalaga.
- Aðstoð við viðskiptavini.
Hæfni og menntun:
- Menntun sem nýtist í starfi, á sviði ferðamála er mikill kostur.
- Stúdentspróf og/eða framhaldsskólapróf/ iðnmenntun.
- Góð skrifleg og munnleg íslenskukunnátta og enskukunnátta nauðsynleg
- Önnur tungumálakunnátta er mikill kostur, til dæmis þýska, franska, danska, sænska eða norska.
- Framúrskarandi þjónustulund.
- Útsjónarsemi sem nýtist við að leysa vandamál.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, þarf jafnframt að geta verið sterkur liðsfélagi í teymi.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð tölvukunnátta.
- Kunnátta á Amadeus, Davinci og/eða Altéa sem og Salesforce er kostur.
Umsóknir verða skoðaðar þegar þær berast og lokað verður fyrir umsóknir þegar ráðið hefur verið í stöðuna.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Íslenska
Enska






















