Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Landamæraverðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir til umsóknar þrjár stöður landamæravarða við landamæraeftirlit embættisins. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. apríl 2026.

Landamæradeild sinnir landamæragæslu í höfnum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurflugvelli, heldur úti landamæraeftirliti og eftirliti með útlendingum á svæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru Traust, fagmennska og öryggi.

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin verkefnið er að framfylgja reglum um landamæraeftirlit og/eða landamæragæslu skv. lögum um landamæri nr. 136/2022, reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017 og lögum um útlendinga nr. 80/2016. Landamæraverðir munu sinna fyrstu og annars stigs skoðun á landamærum.

Landamæraeftirlit og landamæravarsla (Border Control an Border Surveillence) í höfnum á varðsvæði LRH og á Reykjavíkurflugvelli.

Tryggja að unnið sé eftir lögum, reglum og samhæfðu verklagi eins og Schengen Borders Code, lögum um landamæri og útlendingalögum í samræmi við áherslur og markmið hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Reynsla og þekking á verkefnum á landamærum er kostur

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

  • Mikið frumkvæði, sveigjanleiki og gott álagsþol

  • Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð

  • Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Bílpróf

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum.

Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar