
Landamæraverðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir til umsóknar þrjár stöður landamæravarða við landamæraeftirlit embættisins. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. apríl 2026.
Landamæradeild sinnir landamæragæslu í höfnum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurflugvelli, heldur úti landamæraeftirliti og eftirliti með útlendingum á svæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru Traust, fagmennska og öryggi.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Megin verkefnið er að framfylgja reglum um landamæraeftirlit og/eða landamæragæslu skv. lögum um landamæri nr. 136/2022, reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017 og lögum um útlendinga nr. 80/2016. Landamæraverðir munu sinna fyrstu og annars stigs skoðun á landamærum.
Landamæraeftirlit og landamæravarsla (Border Control an Border Surveillence) í höfnum á varðsvæði LRH og á Reykjavíkurflugvelli.
Tryggja að unnið sé eftir lögum, reglum og samhæfðu verklagi eins og Schengen Borders Code, lögum um landamæri og útlendingalögum í samræmi við áherslur og markmið hverju sinni.
-
Stúdentspróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Reynsla og þekking á verkefnum á landamærum er kostur
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
-
Mikið frumkvæði, sveigjanleiki og gott álagsþol
-
Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð
-
Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Bílpróf
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum.
Íslenska
Enska










