Motus
Motus
Motus

Þjónustufulltrúi á innheimtusviði - sumarstarf

Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og drífandi liðsfélaga með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu fyrir Motus og Lögheimtuna sem og að sinna vinnslu löginnheimtumála. Starfið felst í að þjónusta greiðendur og viðskiptavini með fjölbreyttum hætti og sinna hefðbundinni skjalagerð á lögfræðistigi. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í teymi. Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu er mikill kostur.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, að minnsta kosti í hlutastarfi fram á vor en um er að ræða fullt starf í sumar. Möguleiki er á hlutastarfi næsta vetur. Starfið hentar því vel með námi.

Við bjóðum fallegan vinnustað þar sem liðsheild, góður andi og metnaður ræður ríkjum. Mikið er lagt upp úr skemmtilegu og lifandi vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni felast í að svara fjölbreyttum fyrirspurnum frá greiðendum og viðskiptavinum, fylgja eftir úrlausn mála, sinna móttöku og símsvörun ásamt skjalagerð, s.s. vinnslu á stefnum, greiðsluáskorunum, aðfararbeiðnum o.fl. Í starfinu reynir á samskiptahæfileika, samningatækni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðmót
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti
  • Hæfni og vilji til að takast á við breytingar
  • Góð, almenn tölvukunnátta
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Ávextir, gos og annað góðgæti
  • Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar