

Teymisstjóri í íbúðakjarna í laugardal
Teymisstjóri óskast til starfa í íbúðakjarnann Austurbrún 6a, fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir. Um vaktavinnu er að ræða þ.e. dag.- kvöld.- nætur.- og önnur hver helgi. Starfshlutfall 100% sem skiptist í 50% vaktir og 50% stjórnun/undirbúningur
Um tímabundna ráðningu er að ræða, í ár með möguleika á framlengingu
við óskum eftir framsýnum og metnaðarfullum teymisstjóra til starfa í búsetukjarna fyrir ungt fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir. Um er að ræða 100% starf, þar sem unnar eru dagvaktir, kvöldvaktir og önnur hver helgi. Gert er ráð fyrir að helmingi tímans sé ráðstafað í fag- og/eða undirbúningsvinnu. Þjónustan miðar að því að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Í Austurbrún er veitt einstaklingsbundin þjónusta. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf. Í Austurbrún er mjög góður starfsandi og þar starfar samheldinn og jákvæður hópur fólks með fjölbreytta menntun og þekkingu.
- Ber faglega ábyrgð og hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi. Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
- Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
- Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
- Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
- Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Leiðbeinir og aðstoðar við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf.
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda
- Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum
- Reynsla af stjórnun æskileg
- Góð þekking á einhverfu
- Góð þekking á táknmáli og tákni með tali
- Afburðahæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta C1 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Íslenska


















