
Leikskólinn Jötunheimar
Leikskólinn Jötunheimar er 10 deilda leikskóli sem opnaði 2008 við Norðurhóla 3. Í starfsstöðinni í Norðurhólum 3 eru sex deildir en haustið 2023 opnuðu tvær deildir í starfsstöðinni við Heiðarstekk 10 og haustið 2025 munu aðrar tvær opna þar.
Markmið leikskólans
Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Leiðarljós leikskólans er Leikurinn á vísdóm veit og lögð er áhersla á að þau komi fram í öllu daglegu starfi. Markmið okkar er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum og getu. Mikilvægt er að börnin fái góðan og samfelldan tíma til leikja og áhersla er lögð á sjálfstæði barnsins til að tjá sig í leik og starfi. Það er meðal annars gert í gegnum skapandi starf, málrækt, hreyfingu og með jákvæðum samskiptum.
Kennsluaðferð leikskólans
Áhersla er á leikinn og að barnið læri í gegnum leik. Fullorðnir eiga að vera leiðbeinandi og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við.

Aðstoðarmatráður
Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir aðstoðarmatráð í móttökueldhús leikskólans. Um 75% starfshlutfall er að ræða.
Markmið starfs
Að starfa í móttökueldhúsi leikskólans, undirbúa og matreiða máltíðir eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði ungra barna. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um mötuneyti leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá leikskólans og stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að undirbúa og framreiða allar máltíðir í leikskólanum. Matreiðsla, bakstur og framreiðsla á morgunmat og síðdegishressingu.
- Taka á móti mat fyrir hádegiverð og undirbúa fyrir framreiðslu.
- Að taka virkan þátt í samstarfi við framleiðslueldhús.
- Taka á móti hráefni, meðhöndla það til geymslu, vinna það fyrir matreiðslu og matreiða eftir þörfum á viðeigandi hátt þegar við á.
- Þrífa og ganga frá að loknu starfi.
- Sjá um að þvo þvott leikskólans og frágang á honum.
- Pantanir og kaup á vörum í eldhús og þvottahús.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús og þvottahús sem yfirmaður felur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsa æskileg.
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing birt18. nóvember 2025
Umsóknarfrestur28. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Norðurhólar 3, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFramreiðslaFrumkvæðiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Professional Chef
Skalli Bistro

Matráður í BSRB-húsinu – þar sem matur og manneskjur mætast
BSRB

Sölufulltrúi Fyrirtækjasviðs
Nathan hf.

Matráður við leikskólann Eyravellir í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Yfirmaður mötuneytis á Litla Hrauni
Fangelsismálastofnun ríkisins

Sushi snillingur! Kokkur & afgreiðsla
UMAMI

Starfsmaður í Matvælaframleiðslu
Álfasaga ehf

Vaktstjóri í eldhús með asískri matargerð
5 Spice ehf.

Matreiðslumaður / Matráður
IKEA

Kanntu að Tikka og Masala? Almennar stöður og vaktstjórar í boði.
Indian Spice

Hamborgarabúlla Tómasar Spöng, Vaktstjóri
Hamborgarabúllan

Starf í framleiðslueldhúsi
Kjötkompaní ehf.