
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Matráður við leikskólann Eyravellir í Neskaupstað
Eyrarvellir er átta deilda leikskóli þar sem starfræktar eru sex til sjö deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, læsi og uppbyggingastefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er fyrir börn frá 1 til 6 ára og er sérstaklega sóst eftir matráð með þekkingu og áhuga á næringu barna á leikskólaaldri.
Matráður sér um daglegan rekstur eldhúss leikskólans. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu og næringar og /eða reynsla á því sviði.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur26. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Matráður í BSRB-húsinu – þar sem matur og manneskjur mætast
BSRB

Assistant Cook
CCP Games

Starfsmaður í Matvælaframleiðslu
Álfasaga ehf

Leikskólinn Seljakot - mötuneyti
Skólamatur

Starf í mötuneyti í Hafnarfirði
Matarstund

Vaktstjóri í eldhús með asískri matargerð
5 Spice ehf.

Skólaliði og frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Matreiðslumaður/Chef/Cook
Iceland Parliament hótel

Sushi snillingur! Kokkur & afgreiðsla
UMAMI

Matreiðslumaður / Matráður
IKEA

Matreiðslumaður í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Álftanesskóli - mötuneyti
Skólamatur