
BSRB
Um er að ræða lifandi og skemmtilegan vinnustað sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi. BSRB, Sameyki, Póstmannafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og Styrktarsjóður BSRB eru með skrifstofur í húsnæðinu ásamt ráðgjöfum frá Virk starfsendurhæfingu. Auk skrifstofuaðstöðu eru fundarsalir, mötuneyti og samkomusalur sem nýtast almennt til námskeiða og funda. Að jafnaði starfa hátt í 50 starfsmenn í BSRB-húsinu.
Matráður í BSRB-húsinu – þar sem matur og manneskjur mætast
Hefur þú ástríðu fyrir góðum mat, leggur metnað í þjónustu og nýtur þess að vinna með fólki í hlýju og jákvæðu umhverfi?
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstakling sem vill verða hluti af samheldnu teymi í eldhúsi og matsal BSRB-hússins.
Leitað er að einstaklingi sem hefur ánægju af því að skapa hlýlegt andrúmsloft og góða upplifun fyrir starfsfólk og gesti með ljúffengum og hollum mat.
Í starfinu felst matargerð í samstarfi við yfirmatráð, undirbúningur og framreiðsla hádegisverðar, ásamt þátttöku í öðrum tilfallandi verkefnum í eldhúsi. Matráður vinnur í samvinnu við yfirmatráð að matreiðslu, gerð matseðla og frágangi. Viðkomandi er staðgengill yfirmatráðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Matreiðsla og undirbúningur rétta.
- Gæðaeftirlit með matvælum.
- Þátttaka í gerð fjölbreyttra og hollra matseðla.
- Frágangur og þrif í eldhúsi.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og kunnátta í matargerð.
- Reynsla af vinnu í eldhúsi, mötuneyti eða sambærilegu starfi.
- Kunnátta í bakstri er kostur.
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi í matargerð.
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
- Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
- Hreinlæti, snyrtimennska og ögun í vinnubrögðum.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grettisgata 89, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Assistant Cook
CCP Games

Matráður við leikskólann Eyravellir í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Starfsmaður í Matvælaframleiðslu
Álfasaga ehf

Leikskólinn Seljakot - mötuneyti
Skólamatur

Starf í mötuneyti í Hafnarfirði
Matarstund

Vaktstjóri í eldhús með asískri matargerð
5 Spice ehf.

Matreiðslumaður/Chef/Cook
Iceland Parliament hótel

Sushi snillingur! Kokkur & afgreiðsla
UMAMI

Matreiðslumaður / Matráður
IKEA

Matreiðslumaður í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Álftanesskóli - mötuneyti
Skólamatur

Kanntu að Tikka og Masala? Almennar stöður og vaktstjórar í boði.
Indian Spice