
Yfirmaður mötuneytis á Litla Hrauni
Fangelsismálastofnun óskar eftir metnaðarfullum yfirmanni í mötuneyti í fangelsinu Litla-Hrauni. Leitað er að einstaklingi með góða stjórnunarhæfni, faglega þekkingu á eldhúsrekstri og áhuga á að leiða öflugt teymi starfsmanna í jákvæðum og uppbyggilegum starfsanda.
Lögð er áhersla á gæði, hollustu og hagkvæmni í matargerð og að viðhalda vellíðan bæði starfsfólks í daglegum rekstri mötuneytisins. Mötuneytið er bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga á Litla Hrauni og Hólmsheiði.
-
Ábyrgð á daglegum rekstri mötuneytis, tækjum og búnaði
-
Dagleg stjórnun starfsfólks og fræðsla
-
Umsjón með innkaupum og birgðastjórnun
-
Skipulagning og gerð matseðla í samræmi við næringar- og gæðakröfur
-
Sér um matseld og tryggir öryggi, gæði og hagkvæmni í matargerð
-
Eftirlit með hollustuháttum og nýtingu hráefna í samræmi við reglur
-
Yfirumsjón með matarsendingum fyrir skjólstæðinga
-
Þátttaka í umbótaverkefnum og þróun verklags innan eldhússins
Menntunar og hæfniskröfur
-
Meistaranám í matvælagreinum.
-
Reynsla af rekstri mötuneytis eða eldhúss.
-
Stjórnunarreynsla og hæfni í að leiða og hvetja starfsfólk
-
Þekking á innkaupum og birgðastjórnun og skipulagi framleiðsluferla
-
Verkleg reynsla úr eldhúsi eða sambærilegri starfsemi
-
Færni í notkun tölvukerfa sem tengjast rekstri, innkaupum og birgðastjórnun
Persónulegir eiginleikar:
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
-
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
-
Hæfni til að innleiða nýjar lausnir og bæta gæði þjónustu.
-
Áhugi á matvælagæðum, næringu og hollustu.
-
Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og fagleg vinnubrögð.
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Íslenska










