

Yfiriðjuþjálfi á Grensási
Landspítali leitar eftir kraftmiklum og skipulögðum iðjuþjálfa í starf yfiriðjuþjálfa á Grensási. Viðkomandi þarf að hafa afburða samskipta- og leiðtogahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér skipulag og stjórnun á fjölbreyttri starfsemi á Grensási í nánu samstarfi og umboði yfiriðjuþjálfa Landspítala, auk klínískra starfa.
Einstaklingar sem koma í endurhæfingu á Grensási eftir slys eða veikindi eiga flestir í erfiðleikum með að takast á við sitt daglega líf. Sérþekking iðjuþjálfa felst í því að greina styrkleika einstaklinga og hvað reynist þeim erfitt við dagleg verk, finna leiðir til að yfirstíga þessa erfiðleika og þjálfa aftur upp færni til að takast á við daglegt líf.
Næsti yfirmaður er yfiriðjuþjálfi Landspítala. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.




























































