

Aðstoðardeildarstjóri á göngudeild augnsjúkdóma
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á göngudeild augnsjúkdóma á Eiríksgötu 5 frá 1. júlí 2025 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á þjónustu deildarinnar ásamt gæða- og umbótastarfi. Unnið er í dagvinnu.
Göngudeildin er miðstöð augnsjúkdóma í landinu og skiptist í göngudeild, dagdeild og skurðstofur.
Starfið er fjölbreytt og auk stjórnunar-, gæða- og umbótaverkefna felur það í sér móttöku sjúklinga, fræðslu, forskoðanir, undirbúning og aðstoð við augnaðgerðir. Á deildinni ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf.
Starfið felur í sér:
- Fjölbreytt, tæknilegt og líflegt starf
- Einstaklingsmiðuð starfsþjálfun
- Starfsþróun með skipulagðri fræðslu
- Möguleiki á að styðja við frekari starfsþjálfun með námsheimsókn/stuðning við sérnám í augnhjúkrun erlendis
- Sérhæft starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf
- Dagvinna, 80-100% starfshlutfall
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






























































