

Deildarstjóri - nýtt starfsendurhæfingarúrræði
Hringsjá leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að leiða og móta nýja deild – Víðsjá – sem er nýtt úrræði fyrir ungt fólk sem er ekki í vinnu, í námi eða þjálfun (NEET).
Víðsjá er sniðin að ungu fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur verið óvirkt þ.e. hvorki á vinnumarkaði eða í námi og eru með andlegar hindranir/geðraskanir og/eða taugaþroskaraskanir. Markmiðið er að veita starfsendurhæfingarþjónustu með einstaklingsmiðaðri nálgun.
Við leitum að deildarstjóra sem hefur skýra framtíðarsýn, góða leiðtogahæfileika og áhuga á nýsköpun í starfsendurhæfingu.
Við bjóðum upp á spennandi tækifæri til að móta nýtt úrræði frá grunni í metnaðarfullu og þverfaglegu starfsumhverfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
· Fagleg stjórnun og utanumhald um daglegan rekstur Víðsjár
· Umsjón með skipulagi dagskrár og þverfaglegri teymisvinnu
· Samskipti við tilvísandi aðila, aðstandendur og samstarfsaðila
· Mannauðsmál
· Kynning og markaðssetning úrræðisins meðal samstarfsaðila
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. félagsráðgjöf, sálfræði, iðjuþjálfun)
· Reynsla af stjórnunarstörfum og/eða af því að leiða teymisvinnu
· Þekking og/eða reynsla af málefnum ungs fólks með andlegar hindranir
· Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
· Metnaður, frumkvæði og fagmennska
· Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur
· Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu













