
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún - hjúkrunarfræðingur á næturvaktir
Brennur þú fyrir eldri borgurum, skemmtilegu samstarfsfólki og ert hjúkrunarfræðingur? Þá erum við að leita að þér.
Fjölbreytt verkefni í boði í góðu starfsumhverfi og hentugri stærð starfseininga. Framundan er spennandi uppbygging sem býður uppá frekari tækifæri.
Í Sóltúni eru hjúkrunarfræðingar lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru leiðarljós í leik og starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnufyrirkomulagið eru næturvaktir með möguleika á breytilegum vöktum. Staðan er laus strax eða eftir samkomulagi. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslenskukunnátta
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Fatapeningur
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hjúkrunarfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Sléttuvegur
Hrafnista

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur óskast á bráðamóttöku HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild bæklunarskurðlækninga
Landspítali

Heilbrigðisstarfsmaður óskast í fjölbreytt starf
Okkar heimur

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Laugarás
Hrafnista

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild Barnaspítala Hringsins
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur/Ljósmóðir óskast
Livio Reykjavík