
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún - Iðjuþjálfi
Sóltún hjúkrunarheimili leitar að metnaðarfullum iðjuþjálfa með hjartað á réttum stað!
Viltu hafa áhrif á líf annarra og vinna á hlýlegu og samheldnu hjúkrunarheimili?
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum iðjuþjálfa til að ganga til liðs við frábært teymi fagfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og skráning iðjuþjálfunar
- Fræðsla til starfsfólks, íbúa og aðstandenda
- Mat á þörf við hjálpar- og stoðtæki
- Taka þátt í að auka lífsgæði íbúa, sem og viðhalda og efla færni þeirra til þátttöku í daglegu lífi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Hlýja, samkennd og góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Reynsla af notkun RAI mælitækis kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþróttastyrkur
- Fatapeningur
Hjá okkur færðu tækifæri til að
- Styðja íbúa til aukins sjálfstæðis
- Vinna náið með fjölbreyttu teymi
- Koma með nýjar hugmyndir og sköpunargleði í daglegt líf heimilisins
- Starfa við góðar starfsaðstæður
Auglýsing birt5. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSkipulagStundvísi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Iðjuþjálfi - Hraunvangur
Hrafnista

Atvinnuráðgjafi
Vinnumálastofnun

Sérkennslustjóri í Sumarhúsum
Leikskólinn Sumarhús

Fangavörður á Litla Hrauni og Sogni (Sumarstarf)
Fangelsismálastofnun

Iðjuþjálfi - Yfirumsjón með iðjuþjálfun á Seltjörn
Seltjörn hjúkrunarheimili

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Aðstoðarmanneskja í sjúkra - og iðjuþjálfun - Boðaþing
Hrafnista

Heilbrigðisstarfsmaður óskast í fjölbreytt starf
Okkar heimur

Brekkuskóli: Sérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi
Akureyri

Sérkennslustjóri í Rjúpnahæð
Rjúpnahæð

Iðjuþjálfi í Hringsjá
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing