
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Villtu leiða teymi sem sér um hópastarf barna?
Við leitum eftir metnaðarfullum einstakling til að leiða teymi sem sér um hópastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 9-13 ára sem eru félagslega einangruð, koma úr félagslega erfiðum aðstæðum eða standa höllum fæti. Starfið er kjörið fyrir þá sem hafa áhuga á velferð og þroska barna og ungmenna.
Hópastarfið fer fram bæði utan dyra og inni í húsnæði á vegum borgarinnar. Tilgangurinn er að veita börnum stuðning og brjóta félagslega einangrun með því að gera þeim kleift að njóta menningar og félagslífs. Markmið hópastarfsins er að bæta félagslega stöðu og auka virkni barnanna í samfélaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfa eftir þjónustusamningi sem er gerður í samráði við málstjóra.
- Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
- Leiðbeina börnum að taka þátt í og nýta tómstundaúrræði.
- Aðstoða og leiðbeina einstaklingum í félagslegum aðstæðum.
- Vinnutími eru virkir dagar kl. 16-20
Menntunar- og hæfniskröfur
- Að vera 20 ára eða eldri.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði, metnaður og skipulagshæfni.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
- Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðMannleg samskiptiUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Öflugur og metnaðarfullur teymisstjóri óskast á íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Erum að bæta við starfsfólki í umönnun!
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Starfsmaður í borðsal - Hrafnista Laugarási
Hrafnista

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

Aðstoðarfólk óskast / Personal assistant wanted
NPA miðstöðin

Barngóð NPA aðstoðarmanneskja óskast
NPA miðstöðin

Félagslegur stuðningsaðili
Akraneskaupstaður

Bifvélavirki / handlaginn einstaklingur
Katlatrack ehf

Starfsfólk í umönnunarstörf í vetur
Sóltún hjúkrunarheimili

Langar þig að vinna í skemmtilegu starfsumhverfi með frábærum stelpum?
NPA miðstöðin

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Aðstoð á tannlæknastofu
Tannréttingar sf