
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Öflugur og metnaðarfullur teymisstjóri óskast á íbúðakjarna
Laus er staða teymisstjóra í íbúðakjarna á Kleppsvegi. Um er að ræða fullt starf og er staðan ótímabundin.
Á íbúðakjarnanum er lögð mikil áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Þjónustan miðar að því að efla færni og lífsgæði íbúa sem gerir þeim kleift að búa sjálfstætt og lifa sjálfstæðu lífi með það að markmiði að aðstoða þau í að skapa og þróa ný tækifæri í sínu lífi. Stefnan er að veita ávallt framúrskarandi gæðaþjónustu til íbúa. Mikil áhersla er lögð á fagvinnu og er helmingur vinnutíma teymisstjóra helgaður fagvinnu á móti almennum vöktum. Í boði er spennandi starf, þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber faglega ábyrgð og hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi.
- Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
- Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
- Gerir einstaklingsáætlanir og einstaklingsbundnar þjónustu áætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
- Er í miklum samskiptum við aðstandendur og tenglastofnanir.
- Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum þá sér í lagi einhverfum einstaklingum.
- Reynsla af stjórnun æskileg.
- Afburðahæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Íslenskukunnátta B2 eða hærra (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
- Ökuréttindi B.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kleppsvegur 90, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Villtu leiða teymi sem sér um hópastarf barna?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur forstöðumaður óskast í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum stuðningsráðgjafa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

Aðstoðarfólk óskast / Personal assistant wanted
NPA miðstöðin

Barngóð NPA aðstoðarmanneskja óskast
NPA miðstöðin

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Langar þig að vinna í skemmtilegu starfsumhverfi með frábærum stelpum?
NPA miðstöðin

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Starfsmaður á skammtímadvöl fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Árborg

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið