Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur og metnaðarfullur teymisstjóri óskast á íbúðakjarna

Laus er staða teymisstjóra í íbúðakjarna á Kleppsvegi. Um er að ræða fullt starf og er staðan ótímabundin.

Á íbúðakjarnanum er lögð mikil áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Þjónustan miðar að því að efla færni og lífsgæði íbúa sem gerir þeim kleift að búa sjálfstætt og lifa sjálfstæðu lífi með það að markmiði að aðstoða þau í að skapa og þróa ný tækifæri í sínu lífi. Stefnan er að veita ávallt framúrskarandi gæðaþjónustu til íbúa. Mikil áhersla er lögð á fagvinnu og er helmingur vinnutíma teymisstjóra helgaður fagvinnu á móti almennum vöktum. Í boði er spennandi starf, þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber faglega ábyrgð og hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi.
  • Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
  • Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
  • Gerir einstaklingsáætlanir og einstaklingsbundnar þjónustu áætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
  • Er í miklum samskiptum við aðstandendur og tenglastofnanir.
  • Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum þá sér í lagi einhverfum einstaklingum.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Íslenskukunnátta B2 eða hærra (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Ökuréttindi B.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kleppsvegur 90, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar