Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi

Samfélagshúsið á Vitatorgi er staðsett á miðbænum á Lindargötu 59 í 101 Reykjavík. Í húsinu fer fram fjölbreytt félagsstarf og viðburðir fyrir fólk á öllum aldri þar sem markmiðið er að efla og virkja fólk til félagslegrar þátttöku og stuðla að bættri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og líðan fólks. Í húsinu eru staðsettar þjónustuíbúðir og er áhersla á að dagskrá hússins og starfsemi höfði til eldri borgara en einnig að dagskráin höfði til fólks óháð aldri, kyni og uppruna.

Óskað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni í skemmtilegt og fjölbreytt starf sem snýst um að virkja fólk til félagslegrar þátttöku og stuðla bættri heilsu og líðan fólks.

Um er að ræða 100 starf á dagvinnutíma í starfsheitinu virkniþjálfi í félagsstarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsstarfs í samráði við þátttakendur, samstarfsfólk og verkefnastjóra
  • Sér um að skipuleggja og auglýsa dagskrá, námskeið og viðburði
  • Heldur utan um og styður sértækt hópastarf fyrir fólk 
  • Virkjar fólk til þátttöku í félagsstarfi og styðjur einstaklingsþátttöku
  • Starfar í virkniteymi
  • Er í samstarfi með heimaþjónustuteymi, ráðgjöfum og samstarfsaðilum
  • Sér um innkaup á aðföngum fyrir félagsstarf
  • Önnur þau verkefni verkefni sem yfirmaður felur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking, áhugi og reynsla af þjónustu við fólk 
  • Frumkvæði, metnaður og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta B2 eða hærri samkvæmt samevrópska matskvarðanum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Betri vinnutími
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Menningar- og sundkort Reykjavíkur
Auglýsing birt14. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar