
Fastus
Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.
Fyrirtækið veitir heildstæða þjónustu með breiðu vöruframboði, faglegri ráðgjöf, uppsetningum og viðhaldi á innfluttum tækjabúnaði.
Söludeildir eru sérhæfðar:
• Fastus heilsa þjónustar heilbrigðisgeirann með lausnum allt frá rekstrarvörum til flókins tækjabúnaðar
• Fastus lausnir þjónustar veitingastaði, hótel og fyrirtæki með borðbúnað, tæki, húsgögn og innréttingar.
• Tæknideildin, Fastus expert, sér um uppsetningu, viðgerðir, viðhald og gæðaheimsóknir.
• Innri þjónusta styður við allar deildir, m.a. í fjármálum, markaðsmálum, gæðamálum, upplýsingatækni, vörustýringu og mannauði.
Dótturfélög Fastus eru HealthCo og Frystikerfi.

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur öflugan liðskraft hjá Fastus heilsu/HealthCo. Um er ræða starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum, meðal annars myndgreiningabúnaði.
Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling sem hefur áhuga á sölu á hátæknivörum á sviði heilbrigðisvara.
Um er að ræða 100% starf. Sótt er um í gegnum alfred.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og sala á lækningatækjum og myndgreiningarbúnaði
- Þjálfun og innleiðing lausna hjá viðskiptavinum
- Uppbygging og þróun deildar með áherslu á lækningatækni
- Leit að nýjum sóknarfærum á ört vaxandi markaði
- Þátttaka í útboðum og tilboðsgerð
- Samskipti og samstarf við heilbrigðisstarfsfólk, stofnanir, birgja og aðra hagaðila
- Kynningar og þátttaka í ráðstefnum, bæði innanlands og erlendis
- Byggja upp og viðhalda sterkum og faglegum tengslum við viðskiptavini og birgja
- Þátttaka í fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem styðja við markmið deildarinnar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla innan heilbrigðiskerfisins
- Þekking og/eða reynsla af myndgreiningarbúnaði eða öðrum lækningatækjum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni
- Drifkraftur og metnaðar til að ná árangri
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt4. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vilt þú stuðla að virkni og vellíðan í Samfélagshúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur á Gæðatrygginga-og Gæðaeftirlitsdeild/Specialist – Quality Assurance & Control
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.

NTI óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa
NTI EHF.

Kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar
Javelin ehf.

Yfirkennari og fræðslustjóri í gervigreind
Javelin ehf.

Sölu- og Markaðsfulltrúi óskast til starfa
Líftækni ehf

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum eða burðarþoli vega?
Vegagerðin

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður