
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður er einn af stærstu vinnuveitendum á Akranesi en hjá bænum starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Akraneskaupstaður rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem leggur fyrir sig jákvæðni, metnað og viðsýni í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er heillandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa, stærsti íbúakjarni Vesturlands. Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Akranes er bæði Heilsueflandi og Barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Á Akranesi búa hamingjusömustu íbúar landsins enda menningin, umhverfið og landslagið einstakt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um Akranes.

Félagslegur stuðningsaðili
Velferðar-og mannréttindarsvið Akraneskaupstaðar leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki til að sinna félagslegum stuðningi við einstaklinga með heilabilun. Um er að ræða starf með stuðningshópi sem hittist alla laugardaga, í fjóra tíma í senn, frá 13.00-17.00. Unnið er aðra hvora helgi í tveggja manna teymi.
Einnig leitum við eftir einstaklingum í félagslegan stuðning við fullorðið fatlað fólk innan og utan heimilis.
Markmiðið er að veita persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Um er að ræða starf sem miðar að hvatningu við félagslega þátttöku, tómstundir og uppbyggilega samveru.
Um er að ræða hlutastörf í tímavinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Samskiptahæfni og lausnamiðuð viðhorf
- Æskilegt að hafa bílpróf
- Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Að virðing sé höfð að leiðarljósi í samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsfélaga
- Stundvísi, samviskusemi og jákvætt viðhorf
- Áhugi á að vinna með fólki
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Akraneskaupstaðar
Auglýsing birt26. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiÞolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

Aðstoðarfólk óskast / Personal assistant wanted
NPA miðstöðin

Barngóð NPA aðstoðarmanneskja óskast
NPA miðstöðin

Villtu leiða teymi sem sér um hópastarf barna?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Langar þig að vinna í skemmtilegu starfsumhverfi með frábærum stelpum?
NPA miðstöðin

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Aðstoð á tannlæknastofu
Tannréttingar sf

Skólaliðar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum

Skemmtilegt starf í Keflavík!
NPA miðstöðin

Aðstoðarkona óskast
Kristín

Skipulögð og jákvæð aðstoðarkona og aðstoðar verkstjórnandi óskast
FOB ehf.