Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Erum að bæta við starfsfólki í umönnun!

Heilsuvernd Vífilsstaðir er skipað sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum eru 48 biðrými fyrir aldraða einstaklinga sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.

Við erum að bæta við starfsfólki í umönnun. Starfshlutfall og vaktir eftir nánara samkomulagi, en erum að ráða bæði í 60%-80% hlutfall í dagvinnu og 70%-100% hlutfall í vaktavinnu, mikilvægt er að viðkomandi geti unnið dagvaktir í bland við aðrar vaktir. Við leitum eftir einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks á góðum fjölmenningar vinnustað.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styðja, leiðbeina og hvetja þjónustuþega
  • Aðstoða við athafnir daglegs lífs s.s. bað, klæðnað og aðrar athafnir
  • Taka þátt í félagsstarfi, sbr. upplestri, handverki, leikfimi og hópastarfi
  • Samskipti við aðstandendur þjónustuþega
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Góð samskiptahæfni er nauðsynleg
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar