
Heilsuvernd Vífilsstaðir
Á Vífilsstöðum er lögð áhersla á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða. Markmið starfsseminnar er að hún styðji við sjálfstæða búsetu aldraðra sem lengst með auknum sveigjanleika.

Erum að ráða sjúkraliða
Heilsuvernd Vífilsstöðum er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum eru 48 biðrými fyrir aldraða einstaklinga sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Við leitum nú að sjúkraliðum til starfa í 50-100%. Starfshlutfall og vaktir eftir nánara samkomulagi. Við leitum eftir einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks á góðum fjölmenningar vinnustað.
Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita skjólstæðingum Vífilsstaða líkamlega, andlega og félagslega aðhlynningu
- Verkefni tengd almennri umönnun
- Þátttaka í þróun og umbótum
- Samskipti við aðstandendur þjónustuþega
- Stuðla að góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Reynsla af störfum með öldruðum er æskileg
- Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð samskiptahæfni
- Þolinmæði og sveigjanleiki
- Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg í ræðu og riti
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (10)

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnalækningadeild
Landspítali

Aðstoð á tannlæknastofu
Tannlæknaþjónustan

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Sjúkraliðar í blóðtökuþjónustu
Landspítali

Tanntæknir, aðstoðarmaður tannlæknis.
Tannlind

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Sjúkraliði á heilsugæslustöð HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Starfsmenn óskast í stoðþjónustu við fötluð börn
Akraneskaupstaður

Sjúkraliðar á sjúkradeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali