Alvogen ehf.
Alvogen ehf.

Viðskiptastjóri

Alvogen leitar að metnaðarfullum sérfræðingi til starfa á sölu-og markaðssviði fyrirtækisins.

Ráðningin er tímabundin til amk 1 árs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kynningar á lyfjum og myndun viðskiptatengsla við lækna, lyfjafræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk
  • Samskipti við erlenda birgja
  • Þátttaka og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis og erlendis
  • Undirbúningur og gerð kynningar- og auglýsingaefnis
  • Markaðsgreining, áætlanagerð og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, t.d. lyfjafræði eða hjúkrunarfræði
  • Jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun
  • Frumkvæði, fagmennska og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og skipulagshæfni
  • Mjög góð færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Gott vald á ensku og íslensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt19. september 2025
Umsóknarfrestur10. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar