Ásbjörn Ólafsson
Ásbjörn Ólafsson
Ásbjörn Ólafsson

Sölufulltrúi heildsölu

Brennur þú fyrir sölu og þjónustu?

Við leitum að drífandi sölumanni til að ganga til liðs við öflugt og fjölbreytt teymi okkar. Starfið heyrir undir sölu og markaðssvið sem starfar þvert á fyrirtækið.

Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini, nýja og núverandi, og að skapa og viðhalda sterkum viðskiptasamböndum. Umhverfið er lifandi og vöruframboð fyrirtækisins spannar mikið úrval vörumerkja, allt frá gjafavöru til stærri heimilistækja.

Við leitum að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum, sveigjanlegur í hugsun og tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni eru m.a.:
Sækja ný viðskipti með áherslu á lausnamiðaða þjónustu.

  • Heimsóknir, símtöl og tölvupóstar til nýrra viðskiptavina.
  • Kynna lausnir fyrirtækisins með faglegri ráðgjöf.
  • Tilboðsgerðir, úrvinnsla fyrirspurna og eftirfylgni.

Viðhalda sterkum viðskiptasamböndum við núverandi viðskiptavini.

  • Með heimsóknum, símtölum og tölvupóstum.
  • Taka á móti viðskiptavinum í nýjum og glæsilegum sýningarsal Ásbjarnar á Suðurlandsbraut 26 og veita faglega ráðgjöf .
  • Halda utan um samskipti og sölutækifæri til að tryggja framúrskarandi þjónustu.
  • Fylgja eftir tækifærum og tilboðum og viðhalda þannig háu þjónustustigi allt til enda.

Þátttaka í viðburðum á vegum fyrirtækis þegar við á.

Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur góða reynslu af sölu og þjónustu
  • Er metnaðarfullur og með sterkan drifkraft
  • Er jákvæður, lausnamiðaður og með góða samskiptahæfni
  • Getur unnið sjálfstætt og í teymi
  • Er tilbúinn að vinna í fjölbreyttu og lifandi umhverfi
  • Talar og skrifar mjög góða Íslensku og ensku
  • Er með almenna tölvukunnáttu
  • Er með bílpróf og hreina sakaskrá

Við bjóðum upp á :

  • Skemmtilegt og fjölbreytt starf í framsæknu fyrirtæki
  • Samstarf við kraftmikið og samhent teymi
  • Starfsumhverfi í nýuppgerðu húsnæði
  • Skapandi og persónulegt umhverfi

Ef þú telur þig vera rétta einstaklinginn þá hvetjum við þig til að sækja um og senda ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Auglýsing birt17. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar