

Sölu- og þjónustufulltrúi hjá Dineout
Dineout leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum til að styrkja teymið okkar í sölu og þjónustu. Við viljum fá til liðs við okkur jákvætt og metnaðarfullt fólk sem hefur áhuga á að vaxa með fyrirtækinu, hvort sem það er í sölu, þjónustu eða blöndu af báðu.
Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout er leiðandi í hugbúnaðarlausnum fyrir veitingageirann og starfar með hundruðum fyrirtækja um land allt. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í nálægð við viðskiptavini okkar þar sem tækni, þjónusta og samskipti mætast.
-
Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
-
Sala og kynning á lausnum Dineout
-
Innleiðing og kennsla á hugbúnað
-
Uppsetning og viðhald lausna í samstarfi við viðskiptavini
-
Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð
-
Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast sölu og þjónustu
-
Reynsla af þjónustu- eða sölustörfum er kostur
-
Mikill áhugi á tækni og nýjungum
-
Mjög góð tölvukunnátta
-
Góð íslenskukunnátta skilyrði
-
Frábær samskiptahæfni og lausnamiðuð hugsun
-
Jákvæðni, frumkvæði og metnaður til að læra nýtt
-
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð













