Dineout ehf.
Dineout ehf.
Dineout ehf.

Sölu- og þjónustufulltrúi hjá Dineout

Dineout leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum til að styrkja teymið okkar í sölu og þjónustu. Við viljum fá til liðs við okkur jákvætt og metnaðarfullt fólk sem hefur áhuga á að vaxa með fyrirtækinu, hvort sem það er í sölu, þjónustu eða blöndu af báðu.

Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout er leiðandi í hugbúnaðarlausnum fyrir veitingageirann og starfar með hundruðum fyrirtækja um land allt. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í nálægð við viðskiptavini okkar þar sem tækni, þjónusta og samskipti mætast.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini

  • Sala og kynning á lausnum Dineout

  • Innleiðing og kennsla á hugbúnað

  • Uppsetning og viðhald lausna í samstarfi við viðskiptavini

  • Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð

  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast sölu og þjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af þjónustu- eða sölustörfum er kostur

  • Mikill áhugi á tækni og nýjungum

  • Mjög góð tölvukunnátta

  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

  • Frábær samskiptahæfni og lausnamiðuð hugsun

  • Jákvæðni, frumkvæði og metnaður til að læra nýtt

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Auglýsing birt16. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sölumennska
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar