
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna móttöku viðskiptavina fólks – og sendibílaverkstæðis Mercedes-Benz.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina og ráðgjöf til þeirra
- Móttaka bókana fyrir þjónustu og viðgerðir
- Tilboðs- og reikningagerð
- Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Samstarfs- og samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Áhugi og þekking á bílum kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Gild ökuréttindi
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Samkeppnishæf kjör
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt10. september 2025
Umsóknarfrestur1. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiÖkuréttindiSamviskusemiStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (12)

Johan Rönning óskar eftir þjónustufulltrúum
Johan Rönning

Fulltrúi í akstursdeild
Brimborg

Þjónustufulltrúi
Terra Einingar

Account Manager
Teitur

Ráðgjafi í Vestmannaeyjum
Sjóvá

Shift Manager / Vaktstjóri
Lotus Car Rental ehf.

Ert þú samstarfsfélaginn sem við leitum að?
Hekla

Laust starf í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri í Garðabæ
Garðabær

We are hiring - Front Desk, Bellman and Guest Experience
The Reykjavik EDITION

Sérfræðingur í lánadeild
Stapi lífeyrissjóður

Læknamóttökuritari ca 50% staða
Útlitslækning

Sölu- og þjónustufulltrúi í verslun Símans í Smáralind
Síminn