
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi Kia, Honda og Xpeng
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila með menntun eða víðtæka reynslu í bifvélavirkjun eða öðrum bílgreinum til að sinna samskiptum og ráðgjöf til viðskiptavina Kia, Honda og Xpeng.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini Öskju
- Ráðgjöf og tilboðsgerð
- Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis
- Frágangur á verkbeiðnum og reikningagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Ríka þjónustulund og mikla samskiptafærni
- Færni í teymisvinnu
- Reynslu af sambærilegum störfum
- Sveinsbréf í bifvélavirkjun eða öðrum bílgreinum
- Góða tölvufærni
- Góða íslensku- og enskukunnáttu
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Samkeppnishæf kjör
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt2. september 2025
Umsóknarfrestur19. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 13, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSveinsprófTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Bílaumboðið Askja

Mannauðsráðgjafi
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki í gæðaskoðanir
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirkjar - Askja Reykjanesbæ
Bílaumboðið Askja

Forstöðumaður reikningshalds
Bílaumboðið Askja

Leiðtogi á fjármálasviði – Fjármálaáætlanir, uppgjör og greiningar
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirkjar
Bílaumboðið Askja
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirki / Mechanic
Konvin Car Rental

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Fellabæ
Frumherji hf

Skoðunarmaður óskast !
Tékkland bifreiðaskoðun

Viðgerðamaður fyrir Snjósleða / Mechanic for Snowmobiles.
Arctic Adventures

vantar mann vanan viðgerðum á bílum
árnes ferðaþjónusta ehf

Hópstjóri - þjónustuver
Byko

Viðgerðarmaður vinnuvéla og tengds búnaðar
Vélafl ehf

Ert þú neminn sem við erum að leita að ?
Hekla

Verkstjóri á vöru- og hópbifreiðaverkstæði Landfara
Landfari ehf.

Bifvélavirki í gæðaskoðanir
Bílaumboðið Askja

Verslunar & vefverslunarstjóri í stærsta apóteki Lyfjavals
Lyfjaval

Bifvélavirkjar - Askja Reykjanesbæ
Bílaumboðið Askja