

Bifvélavirki í gæðaskoðanir
Bílaumboðið Askja óskar eftir að ráða reynslumikinn bifvélavirkja í gæðaskoðanir á öllum verkstæðum Öskju til að tryggja að fylgt sé ferlum Öskju og framleiðanda. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í húsnæðum Öskju við Krókháls í Reykjavík. Starfshlutfall er 75% - 100% eða eftir samkomulagi.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
- Gæðaskoðanir á bifreiðum eftir heimsóknir á verkstæði
- Eftirlit með að unnið sé eftir verkferlum Öskju og framleiðendum
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Reynsla af vinnu á verkstæði
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Ökuréttindi
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur
- Líkamsræktaraðstaða




















