
VILA
Hjá Bestseller á Íslandi starfar hópur fólks á öllum aldri. Saman vinnum við að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu og kappkostum að selja Íslendingum danska hönnun á góðu verði.
Vinnuumhverfið okkar er mjög lifandi, við tökum á móti nýjum vörum í hverri viku og erum í miklu sambandi við Bestseller í Danmörku. Stór hluti af starfseminni fer fram í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind en hluti starfsmanna vinnur einnig á skrifstofu fyrirtækisins og á lagernum sem eru staðsett í Garðabæ.
Verslanir okkar eru ellefu talsins, tíu í Smáralind og Kringlunni ásamt netversluninni bestseller.is.

Verslunarstjóri VILA
VILA tískuverslun í Kringlunni leitar að verslunarstjóra, sem hefur brennandi áhuga á tísku. Hjá VILA starfar gríðarlega flottur hópur af skemmtilegu og færu fólki sem elskar föt og fylgihluti. Við vinnum í góðri samvinnu og leggjum mikinn metnað í að veita frábæra og faglega þjónustu.
Vinnutími er á opnunartíma Kringlunnar, 10-18:30 á virkum dögum og einhverja helgidaga kl. 11-18 á laugardögum og 12-17 á sunnudögum.
Um er að ræða fullt starf
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og stjórnun starfsmanna í verslun
- Ábyrgð á vaktaplönum í verslun
- Veita viðskiptavinum frábæra þjónustu
- Liðsinna viðskiptavinum um val á vörum
- Áfyllingar og frágangur á vörum í verslun og lager
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunar- og/eða þjónustustörfum
- Rík þjónustulund og sölugleði
- Jákvæðni, metnaður og framtakssemi
- Áhugi á tísku
- Góð samskipti
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Mjög góður starfsmannaafsláttur af vörum Bestseller
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur30. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 8-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Starfsmaður í verslun - árstíð og heimili
Byko

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Ráðgjafi í verslun - Höfuðborgasvæðið
Bílanaust

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Þjónusta í apóteki - Mjódd
Apótekarinn

Vöruhúsastarfsmaður hjá Rubix og Verkfærasöluni
Rubix og Verkfærasalan

Við leitum að vaktstjóra í Olís Áfheima í tímabundið starf.
Olís ehf.

Starfsmaður í lyfjaskömmtun
Borgar Apótek

Sölu sölu sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Fjölbreytt starf í verslun á Akureyri
AB varahlutir - Akureyri