Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík

Verkefnastjóri viðburða

Listahátíð í Reykjavík leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra með framúrskarandi samskiptahæfni sem á auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti.

Helstu verkefni eru verkefnastjórnun viðburða, umsjón með dagskrárgerð Klúbbs Listahátíðar og samskipti við innlent og erlent listafólk og samstarfsaðila.

Listahátíð býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og líflegt vinnuumhverfi og óskað er eftir metnaðarfullri manneskju sem hefur áhuga á að vinna að settum markmiðum með drífandi teymi.

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins í dagskrárgerð sem og hópi starfsfólks.

Starfstímabil verkefnastjóra er frá 1. október 2025 til 30. júní 2026 en fyrst um sinn er starfshlutfall umsemjanlegt.

Listahátíð í Reykjavík fer fram 30. maí – 14. júní 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð

·      Almenn verkefnastjórn og eftirfylgni viðburða á Listahátíð 2026.

·      Umsjón með dagskrárgerð Klúbbs Listahátíðar 2026 í samstarfi við listrænan stjórnanda.

·      Skipulag ferða, gistingar og dvalar erlends listafólks á Íslandi.

·      Samskipti við samstarfsaðila og fulltrúa viðburðastaða.

Menntunar- og hæfniskröfur

·      Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi.

·      Reynsla af skipulagningu og framkvæmd menningarviðburða.

·      Afburðagóð þekking á íslensku menningarlífi.

·      Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·      Skipulagshæfni og útsjónarsemi.

·      Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar.

·      Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurstræti 5, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar