
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

Forstöðumaður framkvæmda og þróunar
atNorth leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu forstöðumanns framkvæmda og þróunar (e. Director of delivery). Þetta er lykilhlutverk innan þróunardeildar þar sem viðkomandi ber ábyrgð á árangursríkri afhendingu þróunarverkefna s.s. stækkunar gagnavera, til viðskiptavina.
Forstöðumaður framkvæmda og þróunar leiðir teymi verkefnastjóra og vinnur náið með starfsmönnum í hönnun og fjármálum samhliða því að stýra samstarfi við verktaka og birgja. Framundan eru m.a. spennandi þróunarverkefni sem fela í sér stækkun gagnavera í Reykjanesbæ Fitjum og á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á að þróunarverkefni séu afhent á réttum tíma, innan fjárhagsáætlunar og í samræmi við gæðastaðla
- Mótar og bætir ferla og verkflæði tengd afhendingu til að tryggja skilvirkni og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini
- Leiðir samningaferli fyrir einstök verkefni, sem og að leiða samstarf við verktaka og aðra nánan samstarfsaðila
- Tekur virkan þátt í stefnumótun og framtíðarþróun þróunardeildar
- Leiðir þverfagleg teymi með skýra sýn, hvetjandi stjórn og áherslu á samvinnu og stöðugar umbætur
- Vinnur náið með teymum sem koma að staðarvali, hönnun, verkfræði, afhendingu og verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun s.s. á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar, viðskipta eða tengdum greinum
- Reynsla af forystu í þróunarverkefnum
- Djúp þekking á verkefnastjórnun, kostnaðaráætlunum og samningsgerð
- Reynsla af því að leiða teymi og byggja upp árangursdrifna menningu
- Þekking á ferlavæðingu og umbótastarfi
- Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt og undir álagi
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur19. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Steinhellu 10
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Verkefnastjóri
Framvegis

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Scheduling Consultant
Icelandair

Network Analyst
Icelandair

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður

Burðarþolssérfræðingur / Structural engineer
COWI

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

HR Business Partner
CCP Games

Verkefnastjóri í Blöndustöð
Landsvirkjun

Verkefnastjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar