

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu forstöðumanns á heimili fyrir fatlað fólk í Kleifatúni og Fellstúni 19b á Sauðárkróki lausa til umsóknar. Staðan er laus frá 1. september 2025 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Leitað er eftir kraftmiklum og lausnamiðuðum einstaklingi til að stýra þjónustu en heimilið veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og er lögð áhersla á að auka félagslega virkni þeirra. Starfsfólk heimilisins vinnur eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Forstöðumaður starfar að verkefnum er krefjast sérþekkingar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ber ábyrgð á og hefur umsjón með faglegu starfi.
- Stýrir innra starfi og ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem íbúar fá.
- Setur fram markmið, einstaklings- og þjónustuáætlanir og sér til þess að þeim sé framfylgt og þær endurnýjaðar.
- Ábyrgð á starfsmannamálum heimilisins, vaktaskýrslugerð og launavinnslu.
- Ábyrgð á utanumhaldi með fjármálum íbúa og íbúasjóði.
- Rekstraráætlunargerð og utanumhald um rekstur heimilisins.
- Ber ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Skagafjarðar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við þau lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfsemina gilda og kröfulýsing heimilisins segir til um.
Menntunar - og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og leyfisbréf þroskaþjálfa.
- Farsæl reynsla á sviði reksturs, stjórnunar og mannaforráða.
- Farsæl reynsla og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
- Þekking á hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar er kostur.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni, nákvæmni og geta til að miðla upplýsingum.
- Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðarlyndur.
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
- Hreint sakavottorð er skilyrði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Bandalag háskólamanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks, [email protected], s. 455 6000.
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi, ferilskrá og afrit af prófskírteini/prófskírteinum.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.












