
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning við barn með sérþarfir í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra.
Við í Holtakoti leggjum áherslu á faglegt samstarf innan sérkennslunnar þar sem unnið er í teymisvinnu að stuðningi og kennslu barna með sérþarfir.
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sinna barni með sérþarfir
- Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
- Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, sérkennslustjóra, aðra starfsmenn og fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæð og sjálfstæð vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa.
Fríðindi í starfi
- Full stytting eða einn frídagur í mánuði og hluti af styttingu safnað í frídaga (sem teknir eru utan sumarorlofstímabils)
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
Auglýsing birt3. júlí 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Fræðslu- og lýðheilsusvið: Ráðgjafi í skólaþjónustu
Akureyri

Umsjónarkennari á yngsta stigi– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í stærðfræðimenntun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Deildarstjóri í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Kennari – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Landakotsskóli auglýsir stöðu umsjónarkennara
Landakotsskóli

Aðstoðarforstöðumaður í Frístund Lágafellsskóla
Lágafellsskóli