

Aðstoðarforstöðumaður í Frístund Lágafellsskóla
Lágafellsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarforstöðumann í Frístund skólans
Okkur vantar skemmtilegan og hressan einstakling í starf aðstoðarforstöðumanns Frístundar Lágafellsskóla. Hlutverk aðstoðarforstöðumanns er að aðstoða forstöðumann í öllum verkefnum sem tengjast frístundastarfi með það að markmiði að gera starfið aðlaðandi, skipulagt og skemmtilegt. Frístundastarfið er fyrir 1.-4.bekk og er frístundaheimilið opið frá 13:20 – 16:30 alla daga. Vinnutími aðstoðarforstöðumanns er frá 8 – 16 alla virka daga.
Við leitum að aðstoðarforstöðumanni sem hefur áhuga á hvetjandi og skemmtilegu starfi með börnum þar sem leikur er í fyrirrúmi. Við viljum búa til öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir börn og starfsfólk til þess að njóta tómstundastarfsins sem við höfum upp á að bjóða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag það sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Háskólamenntun á uppeldissviði eða sambærileg menntun og/eða góð reynsla af starfi með börnum
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, þolinmæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Áhugi á starfi með börnum
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
- Góð íslenskukunnátta












