Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Sérfræðingur í stærðfræðimenntun

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu auglýsir stöðu sérfræðings í stærðfræðimenntun.

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í stærðfræðimenntun. Viðkomandi verður hluti af öflugu teymi sérfræðinga á matssviði sem starfar í nánu samstarfi við skólasamfélagið.

Hjá okkur starfar samhentur hópur sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því hlutverki að aðstoða skólasamfélagið við það mikilvæga verkefni að skapa umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra. Nú leitum við að öflugri viðbót í þennan góða hóp. Sérfræðingur í stærðfræðimenntun heyrir undir sviðsstjóra matssviðs.

Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum og þjónustu, ásamt því að hafa mikinn áhuga á vönduðum mælingum og leiðum til þess að efla færni barna og ungmenna á sviði stærðfræði gæti þetta starf verið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð

-          Þróun matstækja á sviði stærðfræði, svo sem staðlaðra prófa og annarra verkfæra fyrir skólastarf.

-          Innleiðing og eftirfylgd matstækja sem ætlað er að styðja við færni og snemmtæka íhlutun á sviði stærðfræði.

-          Gerð stuðningsefnis á sviði stærðfræði.

-          Veita skólasamfélaginu ráðgjöf um mat á sviði stærðfræði.

-          Að leiða samstarf og samráð við hagaðila á ofangreindum sviðum.

-          Vinna með öðrum sviðum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu að því að veita skólasamfélaginu framúrskarandi þjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur

-          Meistarapróf í kennslufræðum með áherslu á stærðfræðimenntun.

-          Reynsla af starfi með börnum og ungmennum á sviði stærðfræði.

-          Þekking og/eða reynsla af prófagerð er kostur. 

-          Framúrskarandi skipulags-, samskipta- og greiningarfærni.

-          Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.

-          Víðsýni og lausnamiðuð hugsun.

-          Hæfni til miðlunar í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku

-          Framúrskarandi þjónustulund.

Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur8. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar