
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr.27/2010 og er vottaður fræðsluaðili með leyfi Menntamálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til að annast framhaldsfræðslu.
SÍMEY er samstarfsaðili Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fræðslusjóðs framhaldsfræðslunnar.
Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu.
SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.
Gildi SÍMEY eru Tækifæri - Styrkur - Traust - Sveigjanleiki

VERKEFNASTJÓRI
SÍMEY leitar að öflugum starfsmanni til að leiða og vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði fullorðinsfræðslu.
Ert þú fær í samskiptum, vilt vinna í fjölbreyttu starfsumhverfi, getur sýnt frumkvæði að úrlausnum verkefna, unnið sjálfstætt og jafnframt góður liðsmaður í teymisvinnu?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með skipulagningu og framboði námsleiða Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
- Upplýsingamiðlun og ráðgjöf varðandi fræðslu- og starfsþróunarmöguleika
- Skipulagning, framkvæmd og innleiðing raunfærnimats og fagbréfa á vinnumarkaði
- Greining á náms- og fræðsluþörf í samfélaginu
- Þróun og innleiðing kennslufræði fullorðinna í námi
- Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og hagsmunaaðila
- Þróun, utanumhald og umsjón með gæðum og verkefnum á sviði náms og raunfærnimats
- Þróun og utanumhald á nemendakerfi/námskerfi
- Fjölbreytt teymis- og verkefnavinna með starfsmönnum SÍMEY
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á kennslufræði fjarnáms, fullorðinsfræðslu og íslensku menntakerfi
- Mikið sjálfstæði og frumkvæði
- Rík skipulagshæfni og geta til að fylgja verkefnum eftir og klára
- Ríkir hæfileikar til samstarfs og samskipta
- Mikil geta til að vinna í fjölbreyttu starfsumhverfi með margar hugmyndir og verkefni í einu
- Mjög góð tölvukunnátta og afar gott tæknilæsi, þekking á námskerfum kostur
- Mjög gott vald á Íslensku, ágæt færni í ensku og önnur tungumálakunnátta kostur
Auglýsing birt2. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þórsstígur 4, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiKennslaMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Verkefnastjóri
Framvegis

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Forstöðumaður framkvæmda og þróunar
atNorth

HR Business Partner
CCP Games

Verkefnisstjóri á Drangsnesi
Vestfjarðastofa

Verkefnastjóri viðburða
Listahátíð í Reykjavík

Verkefnastjóri þátttöku barna
UNICEF á Íslandi

Gæða- og mannauðsstjóri
Fóðurblandan hf.

Flotastjóri
Skeljungur ehf

Verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi
MEKÓ

Vilt þú efla íslenskt hugvit? Sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið