
Ístak hf
Við erum framsækið verktakafyrirtæki þar sem framkvæmdagleði er í fyrirrúmi. Við veitum ávallt bestu þjónustu sem völ er á og leggjum metnað í að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar.
Hjá Ístaki starfa hátt á fimmta hundrað manns við spennandi og fjölbreytt verkefni. Við kappkostum að vera eftirsóknarverður vinnustaður í byggingageiranum þar sem hver starfsmaður er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu án tillits til kyns, aldurs eða þjóðernis. Við leggjum mikið upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólkið okkar og styðjum vel við öflugt starfsmannafélag.
Kynntu þér störf í boði eða leggðu inn almenna umsókn.

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ertu með sterka skipulagshæfni og lausnamiðaða hugsun, og langar að vinna með öflugu teymi að framtíðarsköpun?
Við leitum að öflugum einstaklingi í hlutverk verkefnastjóra framleiðslu í jarðvinnu, sem ber ábyrgð á framleiðslustjórnun í jarðvinnu- og mannvirkjagerð. Verkefnastjóri framleiðslu gegnir lykilhlutverki í daglegri framkvæmd verksins og er nátengdur allri stjórnun og framvindu. Í starfinu felst að leiða fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp, halda utan um áætlanir, tryggja öryggi og gæði og vinna þétt með starfsmönnum og stjórnanda verksins að því að verkefnið gangi hnökralaust fyrir sig.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir leiðtoga sem hafa brennandi áhuga á framkvæmdum og lausnamiðaðri hugsun á lifandi og krefjandi byggingarsvæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Magntaka og rýni verkgagna með tilliti til tæknilegra úrlausna og, eftir atvikum, þátttaka í tilboðsgerð.
- Gerð verkáætlana og skipulagning framkvæmda í nánu samstarfi við staðarstjóra og teymi.
- Þátttaka í verkfundum, upplýsingagjöf til verkkaupa og samskipti við eftirlitsaðila.
- Gerð vinnuteikninga og þróun hagkvæmra og framkvæmanlegra lausna fyrir einstaka verkþætti.
- Áætlanagerð og framkvæmd innkaupa í samráði við innkaupadeild.
- Uppfærsla og eftirfylgni með öryggis-, heilsu- og umhverfisáætlunum (ÖHU).
- Skráning, útreikningar og utanumhald á aukaverkum og breytingum frá samningi.
- Greining framvindu og gerð reglulegra skýrslna um stöðu verks.
- Virk þátttaka í umbótastarfi og innleiðingu nýrra lausna og verklags.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í byggingarverkfræði eða skyldum tæknigreinum.
- Haldbær reynsla á sviði jarðvinnu og mannvirkjagerðar.
- Gott skipulag, sjálfstæð og markviss vinnubrögð, ásamt nákvæmni í tæknilegum útfærslum.
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og geta til að leiða faglegt samstarf.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
- Góð tölvukunnátta og reynsla af helsta hugbúnaði.
- Mjög góð íslenskukunnátta, í rituðu og töluðu máli.
- Góð enskukunnátta, í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Scheduling Consultant
Icelandair

Network Analyst
Icelandair

Forstöðumaður framkvæmda og þróunar
atNorth

Burðarþolssérfræðingur / Structural engineer
COWI

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Verkefnastjóri í Blöndustöð
Landsvirkjun

Verkefnastjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Brauðbakari , Bakari
Brasa

Sérfræðingur búnaðar í kerskálum
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnisstjóri á Drangsnesi
Vestfjarðastofa