Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur búnaðar í kerskálum

Vilt þú taka virkan þátt í umbótum og þróun búnaðar í kerskálum?

Rio Tinto á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings búnaðar í kerskálum sem tilheyrir sviði Rafgreiningar, unnið er í dagvinnu.

Starfið felur í sér virk samskipti við samstarfsfólk í framleiðslu, viðhaldsdeildum og verktöku sem miðar að því að tryggja að daglegur rekstur gangi sem best, veita faglega þekkingu og aðstoð við umbætur og þróun búnaðar í kerskálum.

Í þessu starfi færð þú tækifæri til að takast á við spennandi áskoranir og vinna að lausnum sem stuðla að öruggum og skilvirkum rekstri í kerskálum álversins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg eftirfylgni og eftirlit með búnaði og farartækjum kerskála
  • Greina bilanir í samvinnu við Aðalverkstæði og Vinnuvélaverkstæði
  • Samskipti við verkstjóra á vöktum, verktaka, verkstæði og aðrar deildir innan fyrirtækisins
  • Tímabundin afleysing á störfum leiðtoga í fjarveru hans
  • Leiða umbætur á búnaði í samvinnu við verktaka og viðhaldsdeildir
  • Tryggja að öryggis- og umhverfiskröfur séu uppfylltar og fylgt sé verklagsreglum
  • Hafa umsjón með verktökum: verðviðræður, gæðamat og kostnaðareftirlit
  • Þátttaka í þróunarverkefnum
  • Virk þátttaka í margvíslegum verkefnum rafgreiningarteymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í verkfræði eða tæknifræði er kostur
  • Þekking á vél- eða rafvirkjun er kostur
  • Góð almenn tölvufærni
  • Leiðtogahæfni og geta til að starfa í teymi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
  • Frítt fæði í mötuneyti
  • Heilsustyrkur
  • Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum
  • Velferðartorg
  • Þátttaka í hlutabréfakaupum
  • Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf
Auglýsing birt2. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar