

Kynningar- og markaðsstjóri
Listahátíð í Reykjavík leitar að hugmyndaríkum og metnaðarfullum kynningar- og markaðsstjóra.
Kynningar- og markaðsstjóri vinnur í nánu samstarfi við listrænan stjórnanda að ásýnd og sýnileika Listahátíðar.
Í starfinu felast textaskrif á íslensku og ensku og því er skilyrði að viðkomandi hafi afburða gott vald á slíkum skrifum.
Listahátíð býður uppá fjölbreytt, sveigjanlegt og líflegt starfsumhverfi þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningu og listum, hefur reynslu af kynningu og markaðssetningu, framúrskarandi samskiptahæfileika og nýtur þess að vinna með öðrum að krefjandi verkefnum.
· Markhópagreining, kynningaráætlun og framkvæmd hennar.
· Yfirumsjón með samfélagsmiðlum Listahátíðar.
· Ritstjórn kynningarrits og vefsíðu.
· Samskipti við fjölmiðla.
· Samskipti við hönnuði og auglýsingamiðla.
· Reynsla og menntun sem nýtist í starfi.
· Reynsla af markaðssetningu.
· Frumkvæði og útsjónarsemi í kynningarmálum.
· Góð þekking á notkun helstu samfélagsmiðla.
· Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt hugarfar.
· Einstaklega gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

