
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Þjónustufulltrúi - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir þjónustufulltrúa til starfa við Upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða 100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Vegna aukinna umsvifa leitum við að þjónustufulltrúum sem eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Upplýsingamiðstöðin leggur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu.
Nánari upplýsingar má finna inni á www.heilsugaeslan.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun
- Almenn upplýsingagjöf í síma og á netspjalli
- Verkefni tengd bólusetningarmóttöku
- Önnur tilfallandi störf á upplýsingamiðstöð HH
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af Sögukerfi kostur
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð færni í ritaðri og talaðri ensku og íslensku
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur10. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þönglabakki 1, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Stöðuvörður
Umhverfis- og skipulagssvið

Rental agents / Afgreiðslufulltrúar - Part time / Hlutastarf
Bílaleigan Berg - Sixt

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun á Hvammstanga
Vinnumálastofnun

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Starfsmaður í Gæludýr.is Smáratorgi - Fullt starf
Waterfront ehf

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Gestamóttaka næturvörður/Reception Nightshift
Hótel Eyja ehf.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
ÍSBAND verkstæði og varahlutir

Þjónustufulltrúi - Móttaka
Icetransport

Móttökufulltrúi
Útlendingastofnun