
Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum.
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Skólinn starfar í sjö deildum, myndlistardeild, hönnunardeild, arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild, kvikmyndalistadeild og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru við Stakkahlíð, Laugarnesveg, Skipholt og Borgartún í Reykjavík.

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands leitar að öflugri og þjónustulundaðri manneskju í tímabundið starf þjónustufulltrúa tölvuþjónustu. Um fullt starf er að ræða til 31. maí 2026. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta á sviði tölvu-, tækja- og tæknimála við starfsfólk og nemendur á vettvangi LHÍ
- Almenn tækniþjónusta og -aðstoð í tengslum við verkefni og viðburði starfsfólks og nemenda
- Viðhald og umsjón með tölvu- og tækjabúnaði, uppsetning á búnaði og einfaldar viðgerðir
- Innkaup á tölvum, öðrum tækjum og tæknibúnaði
- Samskipti við starfsfólk, nemendur og ytri aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Afbragðs tækni- og tölvukunnátta
- Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Áreiðanleiki, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar um starfið veitir Katrín Johnson mannauðsstjóri, í tölvupósti: [email protected].
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. LHÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir listræna fagmennsku og er í fararbroddi við þróun almennrar menntastefnu í listum. Listaháskólinn er hreyfiafl í síbreytilegum heimi og gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi.
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur8. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Þórunnartún 2, 105 Reykjavík
Skipholt 31, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðistarf - Samhæfingarmiðstöð
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Stöðuvörður
Umhverfis- og skipulagssvið

Þjónustufulltrúi - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Rental agents / Afgreiðslufulltrúar - Part time / Hlutastarf
Bílaleigan Berg - Sixt

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun á Hvammstanga
Vinnumálastofnun

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn
Landskerfi bókasafna hf.

Linux sérfræðingur
Sensa ehf.

Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði
Skatturinn

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte