
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Stöðuvörður
Bílastæðasjóður leitar að starfsfólki í störf sem fela í sér þægilega hreyfingu, góða útiveru og skemmtilega teymisvinnu.
Starfsfólk Bílastæðasjóðs leiðbeinir borgarbúum og öðrum varðandi gjaldskyldu og stöðvunarbrot, skráir brot eftir aðstæðum og leggur á gjöld. Þannig tryggjum við betri nýtingu bílastæða og að gönguleiðir og akreinar séu greiðfærar. Í starfinu er áhersla lögð á góða þjónustu og uppbyggileg samskipti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með bifreiðastöðum og notkun gjaldskyldra stæða utanhúss.
- Skrifa út og skrásetja aukastöðu- og stöðvunarbrotagjöld á ökutæki.
- Yfirferð mögulegra álagninga.
- Veita leiðbeiningar til viðskiptavina Bílastæðasjóðs um þjónustu og aðstoð eins og unnt er.
- Eftirlit með virkni stöðumæla og tilkynna um bilanir og tjón.
- Skrifa umsagnir um endurupptöku álagninga sem teknar eru til meðferðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
- Ökuréttindi, góð ökuhæfni og reynsla af innanbæjarakstri.
- Nýleg þekking og reynsla af Windows stýrikerfinu.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki og þjónustulund.
- Vandvirkni og góð athygli.
- Íslenskukunnátta á stigi A2 – B1 og enskukunnátta á stigi A2 skv. samevrópskum tungumálaramma.
- Líkamlegt hreysti til að vinna úti í öllum veðrum.
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiNákvæmniVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Rental agents / Afgreiðslufulltrúar - Part time / Hlutastarf
Bílaleigan Berg - Sixt

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun á Hvammstanga
Vinnumálastofnun

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Heilbrigðisfulltrúi á Vestfjörðum
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

Starfsmaður í Gæludýr.is Smáratorgi - Fullt starf
Waterfront ehf

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
ÍSBAND verkstæði og varahlutir

Öryggisfulltrúi IKEA
IKEA

Þjónustufulltrúi - Móttaka
Icetransport