
Mynstra
Mynstra er ungt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hagnýtingu gervigreindar hjá íslenskum fyrirtækjum.
Okkar markmið er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að nýta sér nýjustu tækni á árangursríkan hátt, með áherslu á raunveruleg vandamál og skjótan ávinning.
Mynstra veitir námskeið og fræðslu um gervigreind og byggir gervigreindarlausnir fyrir viðskiptavini.

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki sem vinnur að því að gera gervigreind aðgengilega og hagnýta í íslensku atvinnulífi. Við erum að leita að ævintýramanneskju sem vill taka þátt í að byggja upp sprota, prófa nýjar hugmyndir og móta starfið með okkur.
Hlutverkið er opið – það getur hallað meira að hugbúnaðarþróun, gagnavinnslu, ráðgjöf eða fræðslu – eftir styrkleikum og áhugasviði þess sem gengur til liðs við okkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróa hugbúnaðarlausnir með gervigreind sem lykilþátt
- Hanna og prófa frumgerðir með viðskiptavinum
- Styðja við fræðslu og námskeið í hagnýtingu gervigreindar
- Vinna með gögn, flæði og sjálfvirkni til að bæta ferla
- Taka þátt í mótun og þróun eigin vara Mynstru
- Hafa áhrif á framtíð og stefnu fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í STEM námi (t.d. verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði eða skyldum greinum)
- Reynsla eða áhugi á gervigreind og sjálfvirkni
- Skapandi hugsun og vilji til að prófa nýja hluti
- Forvitni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að vinna náið með öðrum og taka frumkvæði
(kostur en ekki skilyrði)
- Þekking á hugbúnaðarþróun eða gagnavinnslu
- Reynsla úr ráðgjöf eða verkefnastjórnun
- Kunnátta í byggingariðnaði eða öðrum sérhæfðum geirum
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að vera lykilhluti í uppbyggingu sprotafyrirtækis frá grunni
- Mikill sveigjanleiki í vinnu og verkefnum
- Hraður lærdómur og aðgangur að nýjustu tækni
- Að hafa raunveruleg áhrif á vörur og framtíð fyrirtækisins
- Persónulegt frelsi til að móta starf og hlutverk
Auglýsing birt28. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðistarf - Samhæfingarmiðstöð
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Software Engineer
CookieHub

Gæða- og öryggisstjóri
Einingaverksmiðjan

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn
Landskerfi bókasafna hf.

Linux sérfræðingur
Sensa ehf.

Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði
Skatturinn

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte