Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna hf.

Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn

Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og tæknilega sterkum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum í notanda- og kerfisþjónustu við bókasöfn.

Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í þverfaglegu teymi sem sinnir þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir bókasöfn.

Starfið krefst þekkingar á starfsumhverfi bókasafna og áhuga á að vinna að framförum í umhverfi þeirra. Það mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur bókasafnakerfa og innleiðing nýjunga.
  • Notandaþjónusta og ráðgjöf til bókasafna.
  • Verkefni tengt vefþjónustum og gögnum.
  • Gerð nútímalegs kynninga- og leiðbeiningaefnis
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
  • Þekking á bókasafnakerfinu Gegni (Alma).
  • Reynsla af gagnavinnslu og þekking á gagnagrunnum er æskileg.
  • Mjög góð tölvufærni.
  • Hæfni til að greina og leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan hátt.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur10. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar