
Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna er hlutafélag í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangur þess er að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu.
Landskerfið rekur bókasafnakerfið Gegni, leitargáttina leitir.is og Rafbókasafnið og þjónustar um 300 bókasöfn. Starfsmenn félagsins eru átta talsins.
Nánari upplýsingar má finna á www.landskerfi.is.
Sérfræðingur í þjónustu við bókasöfn
Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og tæknilega sterkum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum í notanda- og kerfisþjónustu við bókasöfn.
Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í þverfaglegu teymi sem sinnir þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir bókasöfn.
Starfið krefst þekkingar á starfsumhverfi bókasafna og áhuga á að vinna að framförum í umhverfi þeirra. Það mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur bókasafnakerfa og innleiðing nýjunga.
- Notandaþjónusta og ráðgjöf til bókasafna.
- Verkefni tengt vefþjónustum og gögnum.
- Gerð nútímalegs kynninga- og leiðbeiningaefnis
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
- Þekking á bókasafnakerfinu Gegni (Alma).
- Reynsla af gagnavinnslu og þekking á gagnagrunnum er æskileg.
- Mjög góð tölvufærni.
- Hæfni til að greina og leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan hátt.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
- Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi
Isavia ANS

Sérfræðingur í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild
Coripharma ehf.

Síminn leitar að gagnaforritara (e. Data Engineer)
Síminn

Síminn leitar að gagnagreinanda (e. Data Analyst)
Síminn

Hugbúnaðarsérfræðingur
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Senior Data Analyst
Bókun / Tripadvisor

VFX Artist
CCP Games

Senior Data Engineer
CCP Games

Kerfisstjóri í notenda- og útstöðvaþjónustu
Advania

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Database Administrator (DBA)
Rapyd Europe hf.

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)