
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Sérfræðistarf - Samhæfingarmiðstöð
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sérfræðingi til starfa hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Um er að ræða ótímabundið 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
Samhæfingarstöð krabbameinsskimana fer með skipulag og utanumhald lýðgrundaðra skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og krabbameinum í ristli og endaþarmi. Helstu verkefni sérfræðingsins felast m.a. í rekstri vél- og hugbúnaðarkerfa einingarinnar sem tengjast skimun krabbameina.
Nánari upplýsingar um Samhæfingarstöð krabbameinsskimana má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur vél- og hugbúnaðarkerfa einingarinnar sem við kemur skimun krabbameina
- Gagnavinnsla og skýrslugerð vegna gæðaeftirlits
- Þróun og viðhald gagnagrunna, ETL ferla, gagnaskila og gagnaprófana
- Sjálfvirknivæðing gagnaferla
- Ráðgjöf um kerfisnotkun og vinnuflæði
- Þarfagreining hugbúnaðarkerfa til umbóta og þróunar, rannsókn kerfisbilana, skipulagning prófana og útgáfa í samvinnu við samstarfsaðila
- Lýsing á stöðlum og leiðbeiningum um tæknilega framkvæmd skimunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
- Þekking gagnagrunnskerfum og gagnagrunnsforritun (t.d. Oracle PL/SQL)
- Þekking á Microsoft hugbúnaði
- Þekking á Python er kostur
- Þekking á þróun hugbúnaðarkerfa og hugbúnaði til gagnagreiningar er kostur
- Reynsla af daglegum rekstri og vinnuflæði skimunar fyrir krabbameinum er kostur
- Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund
- Góð samvinna og samskiptahæfni, þar sem verkefnið krefst góðra samskipta við samstarfsaðila og hagsmunaaðila
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGagnagreiningHönnun ferlaHönnun gagnagrunnaMetnaðurPythonSjálfstæð vinnubrögðSQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Tæknimaður hjá HD Akureyri
HD Iðn- og tækniþjónusta

Tæknimaður
HD Iðn- og tækniþjónusta

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Software Engineer
CookieHub

Project Manager - Iceland
Verne Global ehf

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Gæða- og öryggisstjóri
Einingaverksmiðjan

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur