
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD ehf. er eitt öflugasta iðn- og tækni-þjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. HD er framsækið og vel rekið fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum tengdum viðhaldi á vélbúnaði, stálsmíði og tækniþjónustu.
Hjá HD starfa um 200 manns á 6 starfs-stöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, Mosfellsbæ, Akureyri, Straumsvík, Grundartanga og Eskifirði. Fyrirtækið er vel búið tækjum og aðstöðu sem tryggir hámarks fagmennsku og skilvirkni. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum faglega og skilvirka þjónustu sem stuðlar að auknu öryggi, áreiðanleika og hagkvæmni í þeirra rekstri.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og vaxa með fyrirtækinu. Við styðjum framtíðar fagmenn með nemastyrkjum og erum opin fyrir hæfu, áhugasömu og metnaðarfullu fólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði og vill taka virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Við veitum starfsmönnum okkar tækifæri til að þróast í krefjandi og spennandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingum sem búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinna vel í teymi og hafa metnað til að skila framúrskarandi starfi. Starfsmenn HD njóta meðal annars líkamsræktarstyrks og heits hádegismatar.
Gildin okkar – öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska – eru okkur að leiðarljósi í öllum daglegum störfum.

Tæknimaður hjá HD Akureyri
Tæknimaður hjá HD
HD ehf. óskar eftir tæknimanni, kostur að hafa góða þekkingu á sviði málmiðnaðar. Starfið felst í víðtækri þjónustu við viðskiptavini HD auk þess að vera staðgengill sviðsstjóra.
Um er að ræða fullt starf
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri, Friðrík Karlsson, [email protected].
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini HD
- Ýmiss tækniverkefni s.s. hönnunar-, tækni- og teiknivinna
- Tilboðsgerð, eftirlit með verkefnum og verkefnastýring
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda
- Heimsóknir til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Véltæknifræði, véliðnfræði- eða verkfræðimenntun. Vélstjórar sem uppfylla hæfniskröfur eru einnig hvattir til að sækja um.
- Góð reynsla og þekking á faginu æskileg en fólk með minni reynslu er einnig hvatt til að sækja um
- Iðnmenntun er mikill kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð og gott skipulag
- Góð þekking á MS Office (Excel, Word og jafnvel MS project)
- Góð þekking á notkun AutoDesk teikni- og hönnunarforrita
- Gott vald á ensku, bæði töluðu og rituðu máli er mikill kostur
Auglýsing birt30. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gránufélagsgata 47, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
AutoCADAutodesk InventorMicrosoft ExcelMicrosoft WordSamviskusemiSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Tæknimaður
HD Iðn- og tækniþjónusta

Sérfræðistarf - Samhæfingarmiðstöð
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Vélstjóri/Vélvirki
Bláa Lónið

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Tæknimaður
Bako Verslunartækni

Project Manager - Iceland
Verne Global ehf

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Gæða- og öryggisstjóri
Einingaverksmiðjan

Áhættustjóri
Isavia / Keflavíkurflugvöllur