

Atlassian ráðgjafi
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum Atlassian ráðgjafa til að slást í hópinn okkar. Sem Atlassian ráðgjafi hjá Origo munt þú vera partur af Hugbúnaðarlausnum Origo og vinna náið með viðskiptavinum okkar með það að markmiði að greina þarfir þeirra og veita ráðgjöf og uppsetningu sérsniðna Atlassian lausna, þar með talið Jira og Confluence.
Origo er samstarfsaðili Atlassian á Íslandi og hjá okkur starfa sérfræðingar sem sérhæfa sig í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir að betrumbæta vinnuflæði og hagræða rekstur með hjálp Atlassian lausna. Við erum staðráðin í að hafa áhrif á árangur viðskiptavina okkar.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Þekking eða reynsla af Agile aðferðafræðinni og verkefnastjórnun
-
Þekking á Atlassian vörum, þá sérstaklega Jira, Jira Service Management og Confluence
-
Atlassian vottun er kostur
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
-
Gagnrýnin hugsun og frumkvæði í þekkingaröflun
-
Góð greiningarhæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð enskukunnátta
Fríðindi
-
Framúrskarandi vinnuaðstaða
-
Öflug velferðar-og heilsustefna
-
Líkamsræktaraðstaða
-
Sveigjanlegur vinnutími
-
Frábært mötuneyti
-
Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.
Origo skapar öruggt forskot með tækni og hugviti. Með snjöllum og öruggum lausnum hjálpum við fyrirtækjum og stofnunum að öðlast forskot í stafrænum heimi sem er á fleygiferð. Hjá okkur starfa um 220 manns sem vinna saman að því að skapa betri tækni sem bætir líf fólks. Við leggjum áherslu á liðsheild, fagmennsku og stöðuga þróun.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.











