Kavita ehf.
Kavita ehf.
Kavita ehf.

Ertu sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum? (50% starf)

Kavita, móðurfyrirtæki vörumerkjanna ICEHERBS og Protis sem þróa og framleiða íslensk fæðubótarefni og húðvörur, leitar að drífandi og skapandi einstaklingi með brennandi áhuga á stafrænu efni, vefmiðlum og samfélagsmiðlum.

Viðkomandi mun halda utan um vefverslanir, vefsíður og samfélagsmiðla, og tryggja að stafrænt efni fyrirtækisins sé ferskt og áhrifaríkt, þannig að vörumerkin okkar skíni í stafrænum heimi.

Við viljum fá til liðs við okkur skapandi markaðs- og söludrifinn einstakling sem er skipulagður, sjálfstæður, sýnir frumkvæði, og hefur gaman af því að skapa notendavæna upplifun.

Þetta er hlutastarf (50%) sem hentar vel fyrir einhvern sem vill blanda saman sköpun, markaðsdrifnum hugsunarhætti, tæknilegri útsjónarsemi og nákvæmni. Starfið gæti seinna meir orðið fullt starf.

Hvað felst í starfinu?

  • Hámarka notendavæna upplifun viðskiptavina í vefverslunum ICEHERBS og Protis.
  • Sjá um daglegan rekstur og framsetningu í vefverslunum ICEHERBS og Protis.
  • Tryggja samræmda ásýnd og að útlit vefmiðla endurspegli ímynd Kavita og vörumerkja fyrirtækisins.
  • Sjá um samfélagsmiðla vörumerkjanna og markaðspósta.
  • Setja upp stafrænar herferðir á öllum vefmiðlum.
  • Góð innsýn í stafræna markaðssetningu og kostnaðarnýtingu.
  • Umsjón með auglýsingum, vefborðum, textaskrifum og öðru efni í vefmiðlum.
  • Greina gögn til að meta árangur og leggja fram tillögur að úrbótum.
  • Ýmis tilfallandi verkefni tengd markaðs- og vefmálum.
  • Viðhalda tæknilegri virkni vefmiðla og vinna með þjónustuaðilum.
  • Fylgjast með nýjustu straumum í veflausnum og innleiða úrbætur og nýjungar.
  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnun vefsíðna, stafrænum verkefnum, og samfélagsmiðlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnun vefsíðna, stafrænum verkefnum, og samfélagsmiðlum.

Brennandi áhugi og reynsla á einföldum vefsíðukerfum og stafrænum miðlum.

Þekking og reynsla af notendaupplifun.

Greiningarhæfni.

Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæm vinnubrögð.

Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg, bæði í rituðu og töluðu máli.

Framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni í teymisvinnu, en jafnframt sjálfstæð vinnubrögð, mikilvægur hluti starfsins er að taka virkan þátt í skapandi brainstormum í litlu og þéttu teymi.

Við bjóðum:

  • Nýtt og spennandi starf sem mótast með þér.
  • 50% starfshlutfall til að byrja með – möguleiki á fullu starfi seinna meir.
  • Vinnutími að mestu leyti fyrri hluta dags.
  • Lifandi vinnuumhverfi í kraftmiklu fyrirtæki í vexti.

Áhugasamir sem uppfylla ofangreind skilyrði eru hvattir til að senda umsókn fyrir 21. september n.k. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Auglýsing birt14. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akralind 2, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar