
SVFR
Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað 17. maí árið 1939 og var tilgangur þess til að byrja með að halda utan um leigu á Elliðaánum. Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað í áranna rás og er nú leigutaki af fjölda veiðisvæða um allt land. Félagsmenn eru á fjórða þúsund og því lang stærsta veiðifélag landsins. Markmið félagsins eru að útvega félagsmönnum veiðileyfum á hagstæðu verði.
Félagið býður þó ekki bara veiðileyfi til sölu því í félaginu er öflugt félagsstarf og í gegnum barna- og unglingastarfið hafa ótal margir veiðimenn stigið sín fyrstu skref í veiðinni auk þess sem félagið gefur út Veiðimanninn.

Markaðs- og söluráðgjafi
Stangaveiðifélag Reykjavíkur leitar að jákvæðum, drífandi, skipulögðum og þjónustulunduðum einstaklingi í markaðs- og sölustarf á skrifstofu félagsins. Á skrifstofunni starfar lítill, metnaðarfullur og samhentur hópur einstaklinga sem leggja sig fram við að hafa gaman af starfinu. Ekki er gerð krafa um þekkingu eða reynslu af veiði. Um er að ræða fullt starf alla virka daga frá klukkan 8 til 16 að öllu jöfnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð að miðlun frétta, upplýsinga og auglýsinga á vefsíðu og samfélagsmiðlum.
- Sala og þjónusta
- Gagnavinnsla í Excel
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun kostur
- Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af sölu og ráðgjöf æskileg
- Reynsla af markaðssetningu á samfélagsmiðlum
- Frumkvæði, jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Geta til að vinna að umbótum og bera ábyrgð
- Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál er kostur
- Snyrtimennska og stundvísi
Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

A4 Akureyri - Sölufulltrúi
A4

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
IKEA

Viðskiptastjóri á Akranesi
Landsbankinn

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Ford á Íslandi | Brimborg

Söluráðgjafi Volvo
Volvo á Íslandi | Brimborg

Shift Manager / Vaktstjóri
Lotus Car Rental ehf.

Merkjastýrur snyrtivara
Ísland Duty Free

Þjónustufulltrúi
Terra Einingar

Kúnígúnd og Ibúðin
Kúnígúnd

Grafískur hönnuður
Nettó

Sölufulltrúi - Fullt starf
Heimilistæki ehf