

Söluráðgjafi Volvo
Volvo á Íslandi | Brimborg leitar að hæfileikaríkum og kraftmiklum einstaklingi í starf söluráðgjafa Volvo, nýrra og notaðra bíla. Volvo er sænskur framleiðandi hágæða bíla með afburða aksturseiginleika og er Brimborg sölu- og dreifingaraðli Volvo á Íslandi.
Einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling með framúrskarandi söluhæfileika og einstaka þjónustulund til að ganga til liðs við teymi Volvo á Íslandi.
Við leitum að einstaklingi sem þykir krefjandi og markmiðadrifið umhverfi spennandi og er tilbúinn að nýta nýjustu tækni til að veita framúrskarandi þjónustu sem er í stöðugri þróun, hefur náttúrulega ástríðu fyrir að gera vel, er samviskusamur og hefur mikinn metnað fyrir að taka þátt í að byggja upp vörumerkið Volvo á Íslandi.
Við bjóðum
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað með styttri vinnuviku, engin helgarvinna og styttri föstudagur
Metnaðarfull stjórnun og gæðaviðurkenningar
- Skýr sýn og markviss leiðsögn
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
- Sala og ráðgjöf við kaup á nýjum Volvo
- Sala og ráðgjöf við kaup á notuðum bílum
- Skráning og eftirfylgni viðskiptatækifæra
- Tilboðs- og skjalagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki
- Uppítaka á notuðum bílum
- Stúdentspróf, önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi söluhæfileikar, þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð, snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa (CRM o.fl.)
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur













