

Kúnígúnd og Ibúðin
Við hjá Kúnígúnd og Ibúðinni leitum að jákvæðum og þjónustulundum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á fallegri hönnun og vilja vera hluti af samstilltu og kraftmiklu teymi.
Starfið snýst um að leiðbeina viðskiptavinum við val á gjafavörum og borðbúnaði og skapa þeim jákvæða upplifun í versluninni. Góð samskiptafærni og þjónustulund eru því lykilatriði.
Við leggjum áherslu á lifandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsfólk styður hvort annað og vinnur saman að því að veita framúrskarandi þjónustu. Hjá okkur færðu að blómstra í góðu teymi sem deilir áhuganum á fallegum vörum og stílhreinni hönnun.
Vinnutími: frá kl. 10–18:30 alla virka daga. Um er að ræða framtíðarstarf með fjölbreyttum verkefnum og góðu andrúmslofti.
Við leggjum ríka áherslu á fjölbreytileika og hvetjum öll – óháð kyni, aldri eða bakgrunni – til að sækja um.
- Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.
- Áfyllingar, framstillingar og móttaka á vörum.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum ásamt afgreiðslu á kassa.
- Önnur almenn verslunarstörf.
- Reynsla af sölu- og verslunarstörfum.
- Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni.
- Brennandi áhugi á heimilis- og eldhúsvörum.
- Aðeins 20 ára eða eldri koma til greina.













