

Sérfræðingur í upplýsingatæknideild
Ósar – lífæð heilbrigðis hf. leita að lausnamiðaðri og jákvæðri manneskju með tæknilegan bakgrunn og brennandi áhuga á gögnum, sjálfvirkni og stafrænni þróun.
Meginhlutverk upplýsingatæknideildar er að tryggja öruggt aðgengi starfsmanna og viðskiptavina Ósa og dótturfélaga að kerfum og gögnum og hámarka uppitíma í rekstri tölvukerfa. Framundan eru spennandi verkefni sem snúa að uppbyggingu og þróun.
-
Rekstur, þróun og viðhald vöruhúss gagna og viðskiptagreindar
-
Verkefnastjórn og utanumhald verkefna
-
Sjálfvirknivæðing ferla
-
Uppbygging og úrbætur á hugbúnaðarlausnum
-
Þátttaka í framþróun tækniumhverfis og þjónustu
-
Ýmis önnur verkefni tengd upplýsingatækni
-
Menntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
-
Þekking á gagnagrunnum og SQL fyrirspurnum
-
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
-
Drifkraftur og skipulögð vinnubrögð
-
Þekking á Microsoft lausnum s.s. SharePoint, Power BI, Dynamics CRM, Power Platform og Power Automate er kostur
-
Þekking á Exmon og Jira er kostur
-
Mötuneyti á heimsmælikvarða
-
Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma
-
Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
-
Líkamsræktarstyrkir
-
Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa













